Ferða- og útivistarfélagið Slóðavinir (F.Ú.S.) var stofnað 15. janúar 2008 af rúmlega 120 notendum tví- og fjórhjóla. Strax á fyrstu dögum félagsins, var fjöldi félagsmanna að nálgast tvö hundruð. Á hverju ári bætist í hópinn og og fjöldi félaga nálgast hratt fjögurra stafa tölu.
Árlega stendur félagið fyrir fjölda viðburða fyrir félagsmenn. Yfir sumarið er farið í lengri og styttri ferðir, en yfir vetramánuðina eru haldin námskeið og fundir, auk þess sem farið er í snjó- og ísakstursferðir. Við fögnum fjölbreytileikanum og gerum ekki upp á milli mismunandi tegunda vélhjóla. Félagsmenn í Slóðavinum eru á öllum aldri, af báðum kynjum og búa um allt land.
Félagið hefur látið til sín taka í hagsmunagæslu fyrir ferðafólk á tví- og fjórhjólum og hefur meðal annars fundað með ráðherrum, starfsmönnum stofnana og fengið erlenda sérfræðinga hingað til lands til að ræða við embættismenn stjórnsýslunnar um nauðsyn og aðferðir við stjórnun þeirrar auðlindar sem slóðakerfi Íslands er.
Árgjaldið er kr. 6.500 fyrir einstakling, en kr. 10.500 fyrir fjölskyldur.
ÓBILANDI MÓTORHJÓLAÁHUGI
ERFIÐLEIKASTIG
Létt ferð sem allir geta tekið
þátt í.
Miðlungs erfið ferð. Fært flestum sem hafa tæki við hæfi og eru sæmilega vanir.
Nokkuð erfið ferð. Fyrir þá sem eru vanir og geta tekist á við erfiðar ár og seinfarna slóða.
Mjög erfið ferð. Erfiðar og langar dagleiðir (jafnvel meira en 10 klst). Aðeins fyrir mjög vant hjólafólkfólk á vel búnum hjólum og í mjög góðri þjálfun.