Lög Ferða- og útivistarfélagsins Slóðavina

Nafn félagsins og markmið.

1.grein.

Félagið heitir Ferða- og útivistarfélagið Slóðavinir og hefur aðsetur í Reykjavík; hér eftir nefnt Slóðavinir. Slóðavinir er félag áhugafólks um ferðalög og útivist, þar sem aðaláherslan er á ferðalög og útivist á vélhjólum. Vélhjól er skilgreint bæði sem tví- og fjórhjól.

2.grein.

Markmiðfélagsins er:

að standa vörð um tilvist og akstur á torleiðum, þjóðleiðum og vegslóðum, hvort sem er á lág eða hálendi í samræmi við lög.

að vernda og viðhalda akstursleiðum í þágu landnýtingar fyrir vélknúin farartæki.

að útbreiða og efla notkunvélhjóla sem almenningsíþróttar, heilsusamlegrar heilsuræktar og útivistar.

að auka þekkingu félagsfólks semog almennings, fjölmiðla, stjórnvalda og landeigenda á ferðalögum og útivist þeirra sem aka um á vélhjólum.

að miðla upplýsingum um torleiðir,þjóðleiðir og vegslóða til félagsfólks.

að gefa gott fordæmi um umgengni með jákvæðri eftirbreytni og náttúruvernd.

að gæta hagsmuna félagsfólksvarðandi búnað og annað er lítur að vélhjólum í samráði við viðkomandiyfirvöld.

að efla almenna útivist meðal félagsfólks og breiða út boðskap samnýtingar.

Félagsfundir og stjórn.

3.grein.

Aðalfundur hefur æðsta vald í öllum málefnum félagsins. Hann skal haldinn árlega í október mánuði. Fundurinn skal boðaður félagsfólki skriflega með minnst fjórtán daga fyrirvara með auglýsingum í miðlum tölvupósti og á vefsvæði félagsins. Í fundarboði skal greina fundarefni svo og allar tillögur, sem ætlast er til að bornar verði undir atkvæði. Rétt til setu á aðalfundi hafa einungis þeir sem hafa staðið full skil á gjöldum til félagsins.

Á dagskrá aðalfundar skulu vera venjuleg aðalfundarstörf, þ.e:

Setning fundar og dagskrá kynnt.

Kosning fundarstjóra og fundarritara.

Skýrsla stjórnarinnar um störf félagsins á liðnu starfsári.

Umræða um skýrslu stjórnar.

Skoðaðir reikningar lagðir fram og skýrðir.

Umræða um reikninga og þeir bornir upp til samþykktar.

Skýrslur nefnda, ef kjörnar hafa verið.

Tillögur/lagabreytingar frástjórn, nefndum eða félagsfólki.

Kjör stjórnar og varamanna.

Kjör Skoðunarmanna.

Önnur mál.

Fundarslit.

4. grein.

Rétt boðaður aðalfundur er löglegur, án tillits til fundarsóknar. Afl atkvæða ræður úrslitum mála nema þar sem annars er getið í lögum þessum.

Stjórn hefur heimild til að boða til aukaaðalfundar ef þörf krefur og gildir þá um hann sömu reglur og um aðalfund sé að ræða.

5.grein.

Stjórn félagsins skal skipuð fimm mönnum,formanni, ritara, gjaldkera, og tveim meðstjórnendum. Ár hvert skal formaður kosinn sérstaklega til eins árs. Auk þess skulu kosnir tveir meðstjórnendur til tveggja ára. Kjósa skal einn varamann fyrir hverja tvo meðstjórnendur sem kosnir eru á sama aðalfundi. Kosningar skulu vera skriflegar sé þess óskað. Meðstjórnendur verða þeir tveir sem flest atkvæði hljóta. Varamaður er kosinn sérstaklega. Forfallist formaður skal ritari taka sæti hans, en að öðru leiti skiptir stjórnin með sér verkum. Varamenn hafa sama rétt til setu á fundum og aðgengis að gögnum og aðrir stjórnarmenn en hafa ekki atkvæðisrétt á fundum nema í forföllum aðalmanns.

6. grein.

Skoðunarmenn eru tveir og skulu þeir kjörnir á aðalfundi til eins árs í senn. Kosning skal fara fram skriflega sé þess óskað.Hlutverk þeirra er að yfirfara bókhald félagsins.

7. grein.

Skylt er stjórn að boða til almenns félagsfundar ef 2 % félagsfólks eða fleiri krefjast þess skriflega. Boði stjórnin ekki slíkan fund innan tveggja vikna frá því henni barst krafan, geta þeir sem fundar óska boðað til hans.

8.grein.

Stjórn félagsins kemur fram fyrir hönd þess milli aðalfunda og ræður málefnum þess með þeim takmörkunum sem lög þessi setja. Stjórnin mótar starfsemi félagsins milli aðalfunda og ber ábyrgð á fjárreiðum þess. Samþykki aðalfundar þarf þó fyrir fjárskuldbindingum og ráðstöfun lausafjármuna sem nema hærri upphæðum en árgjöldum yfirstandandi árs. Slíkar fjárbeiðnir skulu berast stjórn minnst einum mánuði fyrir aðalfund.

Milli aðalfunda getur stjórn boðað til aukaaðalfundar til að fá samþykki fyrir ráðstöfun lausafjármuna að hærri upphæðum. Til slíks fundar skal boðað á sama hátt og til aðalfundar. Á þeim fundi hafa allir félagar jafnan atkvæðisrétt.

9.grein.

Allar nefndir sem stjórn stofnar skulu kjósa sér formann. Hætti kosinn nefndarmaður störfum í nefnd þá tilnefni þeir sem eftir sitja í nefndinni varamann í hans stað.

Réttindi og skyldur félagsfólks.

10.grein.

Félagi getur hver sá orðið sem áhuga hefur ámarkmiðum félagsins. Inntökubeiðni skal vera skrifleg og send stjórn félagsins.

11.grein.

Stjórn Slóðavina hefur ein heimild til aðstanda í vegi fyrir því að einstakir aðilar fái aðild að félaginu og að vísafélagsmanni úr félaginu, ef sýnt þykir eða sannað að framkoma viðkomandisamræmist ekki markmiðum félagsins. Sé einhverjum meinuð aðild að félaginugetur viðkomandi borið mál sitt undir aðalfund Slóðavina og hefur hann einnrétt til að breyta ákvörðun stjórnar.

12.grein.

Stjórn félagsins getur mælt með kjöri tilheiðursfélaga þá, sem leyst hafa af hendi mikilsverð störf eða unniðsérstaklega mikið fyrir félagið. Kjör heiðursfélaga skal staðfest af aðalfundi.

13.grein.

Reikningsár félagsins er frá 1. október til 30. september. Félagsgjald skal ákveða á aðalfundi ár hvert. Gjalddagi félagsgjalda er 1. janúar ár hvert og eindagi 15. febrúar. Sé félagsgjald ekki greitt á eindaga missir félagi atkvæðisrétt í málefnum félagsins, uns hann hefur gert full skil. Hafi félagsgjald ekki verið greitt í heilt starfsár fellur félagi af félagaskrá, nema hann óski eftir áframhaldandi aðild að félaginu með þeim réttindum og skyldum sem því fylgja. Það félagsfólk sem náð hafa 67 ára aldri og verið skráðir félagsmenn í fimm ár þar á undan fá fría aðild að klúbbnum.

14.grein.

Fjármunum félagsins skal eingöngu varið til starfsemi þess og til málefna tengdum hagsmunum þess.

Lokaákvæði.

15.grein.

Breytingar á lögum þessum má eingöngu gera á aðalfundi. Tillögur að lagabreytingum þurfa að hafa borist stjórn félagsins í síðasta lagi 15. september og skulu þær kynntar í aðalfundarboði. Tillaga breytinga þarf 2/3 hluta greiddra atkvæða og telja auð atkvæði með í fjölda greiddra atkvæða.

16.grein.

Félaginu verður því aðeins slitið, að félagsslitin séu samþykkt á sama hátt og gildir fyrir lagabreytingar. Þegar um er að ræða félagsslit geta 25 félagsmenn eða 1/3 fundarmanna krafist leynilegrar, skiflegrar allsherjar atkvæðagreiðslu í félaginu og skal þá sérlega kjörinni kjörstjórn falið að sjá um slíka allsherjar atkvæðagreiðslu. Félagsslitafundur tekur ákvörðun um ráðstöfun eigna félagsins.

Samþykkt á aðalfundi 8. nóv 2008, breytt á aðalfundi 27. okt. 2010 og á aðalfundi 31. október 2018.